Bjart á landinu og yfir landanum

solSé ekki betur en sumarfrí og veðurblíða hafi góð áhrif á landann. Umræðan í fjölmiðlum ber þess glöggt merki. Til dæmis segir Þráinn Bertelsson sem er nýkominn úr sumarfríi frá Tyrklandi í dagbók sinni í Fréttablaðinu:

"Mikið óskaplega er friðsælt í veröldinni meðan öll mikilmenni heimsins eru í sumarfríi. Enda tel ég sem sannur stjórnleysingi það mikilvægt hagsmunamál fyrir alla heimsbyggðina að stjórnmálamenn bæði nær og fjær fái sem allralengst sumarfrí, jólafrí, vetrarfrí, páskafrí og helst haustfrí líka."

Andsk. gott! Reyndar segir hann í þarnæstu málsgrein að nýir ráðherrar ættu að leggja frá sér sólarolíuna og vinna fyrir kaupinu sínu en það er annað mál.

Einn þeirra, Össur Skarphéðinsson (sem er reyndar nýr og gamall ráðherra) var með Þráni í Tyrklandi og sendi víneftirlitsmönnum í Reykjavík tóninn sem voru að bögga fólk í nafni laganna. Töldu þeir borð og stóla sem kaffihúsaeigendur höfðu sett úr fyrir kúnna sem kunna að njóta lífsins og ef þeir voru ekki eftir skrásettri tölu var eftirlitsmönnum ofboðið. Össur sagðist myndi leggja þetta eftirlit niður væri það undir sínu ráðuneyti svo Tyrkland og félagsskapurinn við Þráin hefur greinilega gert honum gott.

Heimdallur hvatti þessa sömu eftirlitsmenn til að fara í sumarfrí og njóta veðurblíðunnar með okkur hinum. Sem sagt það hefur sjaldan verið jafn bjart á landinu og yfir landanum eins og nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband