Bjart á landinu og yfir landanum

solSé ekki betur en sumarfrí og veđurblíđa hafi góđ áhrif á landann. Umrćđan í fjölmiđlum ber ţess glöggt merki. Til dćmis segir Ţráinn Bertelsson sem er nýkominn úr sumarfríi frá Tyrklandi í dagbók sinni í Fréttablađinu:

"Mikiđ óskaplega er friđsćlt í veröldinni međan öll mikilmenni heimsins eru í sumarfríi. Enda tel ég sem sannur stjórnleysingi ţađ mikilvćgt hagsmunamál fyrir alla heimsbyggđina ađ stjórnmálamenn bćđi nćr og fjćr fái sem allralengst sumarfrí, jólafrí, vetrarfrí, páskafrí og helst haustfrí líka."

Andsk. gott! Reyndar segir hann í ţarnćstu málsgrein ađ nýir ráđherrar ćttu ađ leggja frá sér sólarolíuna og vinna fyrir kaupinu sínu en ţađ er annađ mál.

Einn ţeirra, Össur Skarphéđinsson (sem er reyndar nýr og gamall ráđherra) var međ Ţráni í Tyrklandi og sendi víneftirlitsmönnum í Reykjavík tóninn sem voru ađ bögga fólk í nafni laganna. Töldu ţeir borđ og stóla sem kaffihúsaeigendur höfđu sett úr fyrir kúnna sem kunna ađ njóta lífsins og ef ţeir voru ekki eftir skrásettri tölu var eftirlitsmönnum ofbođiđ. Össur sagđist myndi leggja ţetta eftirlit niđur vćri ţađ undir sínu ráđuneyti svo Tyrkland og félagsskapurinn viđ Ţráin hefur greinilega gert honum gott.

Heimdallur hvatti ţessa sömu eftirlitsmenn til ađ fara í sumarfrí og njóta veđurblíđunnar međ okkur hinum. Sem sagt ţađ hefur sjaldan veriđ jafn bjart á landinu og yfir landanum eins og nú. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband