12.7.2007 | 11:16
Hvaðan kemur óttinn?
Mikið hefur verið talað um vinnubrögð borgaryfirvalda en ég hef enn ekki komist til botns í því hvað það er sem íbúarnir raunverulega óttast. Í þessari frétt fæ ég þó smá vísbendingu en þar segir Kristinn Örn Jóhannesson, fulltrúi íbúa :
Við höfum áhyggjur af útigangsfólki sem kann að koma að heimsækja gamla vini - ástandið í miðbænum er ekki gott fyrir og nú þegar eru nokkrir íbúar hræddir við að fara út að kvöldi til."
Eru íbúarnir, sem sagt, hræddir við að fara út að kvöldi til nú þegar vegna þess að verið sé að undirbúa heimili fyrir heimilislausa í götunni þeirra? Ég skil þetta ekki. Er undirbúningurinn svona hættulegur að menn þora ekki að fara út meðan á honum stendur eða er hann að tala um ótta sem kemur heimilinu ekkert við?
Og er hættan við svona heimili sem sagt sú að útigangsmenn koma þangað að heimsækja gamla félaga? Hvað gera þessir gestir svona hættulegt og hvers vegna ættu þeir að vilja heimsækja þessa gömlu vini sem búa á vöktuðu svæði?
Ég heyrði í Kastljósþætti fyrir skemmstu, þar sem fyrrnefndur Kristinn Örn viðhafði mikinn hroka, að leikskóli væri fetum frá. Mér finnst því eins og fulltrúar íbúa treysti á að það setji að mönnum ugg þegar minnst er á útigangsfólk og þá sínu meira ef minnst er á börn eða leikskóla í sömu andrá. En fyrir okkur sem skiljum ekki hvað útigangsfólk er hættulegt væri ágætt ef þeir skýrðu málið nánar nema þá að ótti þeirra sé tilkominn vegna þess "hversu illa hefur verið staðið að undirbúningi málsins."
Íbúar Njálsgötu segja ástandið ekki gott fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
setja rónanna á eitthvern sveitabæ þar sem við sjáum þá ekki aftur ;)
kaptein ÍSLAND, 12.7.2007 kl. 11:34
Er ekki bara hægt að kaupa undir þá eyju ?
Allavega... ég var "Klukkuð" og þarf að klukka fleiri .. gjörrsovel og góða skemmtun.
1- Ég er að eðlisfari ljóshærð, búin að lita það dökkt í 12 ár
2- Ég á 3 stráka með 1 manni.. heheh en ekki þremur eins og margir halda.
3- Ég er dýravinur
4-Ég þoli ekki pólitík... HATA HANA
5- Ég er snillingur í að byrja samræður sem ég get svo ekki klárað
6- Ég á bara 4 bólfélaga um ævina
7- Ég vildi óska þess að ég byggi í sveit og ætti hænur og hesta
8- Þoli ekki skyndibitamat.. "super size me" drap þá matarlyst.
9- Ég er ekki þolinmóðasta manneskja sem ég þekki
10- Ég er vinur í raun.
Iwanna Humpalot (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.