Læknirinn og sá sem kann ekki á dómgreindina

Oft hafa blaðamenn fengið á baukinn fyrir að greina frá uppruna manna í glæpamálum. "Hvað kemur kynþátturinn eða þjóðernið málinu við" var oft viðkvæðið og þóttu þessi vinnubrögð bera vott um fordóma blaðamanna. Einnig sögðu menn slíkan fréttaflutning til þess fallinn að auka fordóma gagnvart tilteknum hópum.

Ég er í flestum tilfellum ósammála þessu og tel að yfirleitt geti upplýsingar um þjóðerni og uppruna gefið mikilvægar upplýsingar um glæpinn og jafnvel sett hann í samfélagslegt samhengi því aðstæður og hugsunarháttur fólks sem komið er langt að er oft býsna frábrugðin okkar. Þetta sést best þegar fjallað er um hryðjuverk en þá eru allar upplýsingar um afbrotamennina, eða þá grunaða, týndar til eins og til dæmis þjóðerni, búsetuferill og starfstétt.

Hvað segja menn við þessu? Eru þessi glæpir svo allt öðruvísi í eðli sínu að blaðamenn verði að beita allt öðrum vinnubrögðum þegar fjallað er um hryðjuverk eða erum við öll orðin sammála um það að bakgrunnsupplýsingar um glæpamenn (eða grunaða glæpamenn) eins og þjóðerni, uppruni og starfsstétt skipti máli í umfjölluninni? Er það ekki á ábyrgð blaðamanns að gefa upplýsingarnar hverjar sem þær eru en svo verð ég að treysta á mína dómgreind þó einhverjir kjósi kannski að hugsa sem svo ef þeir lentu undir höndum læknis frá Jórdaníu "já það er bara svona! Maður er bara sendur til hryðjuverkamanna!" Þið vitið vonandi hverjum ég vorkenni meira; lækninum eða þeim sem kann ekki á dómgreind sína.


mbl.is Breskir læknar í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband